Um mig
Ég heiti Inga Rós Unnarsdóttir og er eigandi Heimilishunda. Hundaáhuginn hefur lengi blundað í mér en mér fannst ég ekki vera tilbúin til að vera hundaeigandi fyrr en fyrir 4 árum. Þegar ákvörðunin var tekin byrjaði ég að undirbúa mig fyrir að fá hvolp á heimilið. Það var áhugavert ferli og þrátt fyrir mikinn undirbúning var vinnan á bakvið það að fá hana heim ótrúlega mikil. Þrátt fyrir það fannst mér þetta ótrúlega skemmtilegt líka og gaman að vinna með henni og kenni að lifa í okkar samfélagi.
Þarna kviknaði áhuginn á því að læra að vera hundaþjálfari og í dag hef ég lokið námi frá bæði Noregi og Íslandi. Námið er mjög ólíkt en bæði hafa sína kosti og galla og ég tek frá þeim það sem hentar mér.
Mínar þjálfunaraðferðir byggjast á því að kenna hundinum með það sem kallast jákvæðri styrkingu og mín helstu tól og tæki eru klikker og notkun styrkingar (nammi, dót, hrós). Við lærum að lesa hundinn og hans merkjamál og getum þannig hjálpað honum að lifa í okkar samfélagi í sátt og samlyndi með okkur.
Nám sem veitir réttindi:
Nordic Education Center for Ethical Dog Trainers
Hundaþjálfun.is – nám hjá Heiðrúnu Villu
Netnámskeið:
Crucial Concepts in Dog Training – Dr. Ian Dunbar
Dr. Ian Dunbar‘s SIRIUS Dog Training Academy
Inside You Dog‘s Mind with Victoria Stillwell
BAT 101: (Re)Socialization for Aggression, Frustration, & Fear – Grisha Stewart
Ásamt ótal öðrum netnámskeiðum
Ráðstefnur:
Nordic Animal Behavior Conference, júlí 2022